Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Fagnar því að spila fyrir framan 20 þúsund Ungverja
Icelandair
Stuðningsmenn Ungverja á leiknum gegn Íslandi í Marseille í Frakklandi árið 2016.
Stuðningsmenn Ungverja á leiknum gegn Íslandi í Marseille í Frakklandi árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, er ánægður með að áhorfendur verði leyfðir á leiknum gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudag.

Ungversk yfirvöld hafa í samráði við UEFA ákveðið að leyfa 20 þúsund áhorfendur á leiknum.

Þrátt fyrir að nánast einungis verði ungverskir stuðningsmenn á vellinum þá er Freyr ánægður með að spila ekki fyrir luktum dyrum.

„Það er stórkostlegt að spila fyrir framan fólk," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.

„Það gerir mikla stemningu og við munum eins og Ungverjar njóta þess í botn. Við fáum örugglega að heyra það en það er hluti af þessu."

Þegar Ísland og Ungverjaland mættust á EM í Frakklandi árið 2016 settu ungverskir stuðningsmenn mikinn svip sinn á leikinn. Fyrir leik tafðist meðal annars að áhorfendur kæmust inn á völlinn þar sem stuðningsmennirnir létu ófriðlega.
Athugasemdir
banner
banner