Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. nóvember 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Frændi eiganda Manchester City að kaupa Derby
Wayne Rooney fagnar marki í leik með Derby.
Wayne Rooney fagnar marki í leik með Derby.
Mynd: Getty Images
Mel Morris, eigandi Derby County í Championship deildinni, hefur samþykkt að selja félagið.

Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan, frá Abu Dhabi, er verðandi eigandi Derby.

Hann er frændi Sheikh Mansour sem er eigandi Manchester City.

Morris hefur samþykkt söluna en verið að er að ganga frá pappírsmálum.

Í yfirlýsingu frá Derby í dag er sagt að salan muni ganga í gegn mjög fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner