Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. nóvember 2020 09:17
Magnús Már Einarsson
Framarar vísa ákvörðun KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn knatt­spyrnu­deild­ar Fram hef­ur vísað ákvörðun stjórn­ar KSÍ um að nota marka­tölu til að skera úr um sæt­aniðurröðun í deild­un­um til áfrýj­un­ar­dóm­stóls sam­bands­ins en Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son, formaður fé­lags­ins, staðfesti þetta við mbl.is í morg­un.

KSÍ ákvað fyrir viku síðan að hætta keppni á Íslandsmótinu en þá voru tvær umferðir eftir í Lengjudeildinni. Meðaltal stiga réði úrslitum eftir reglugerð sem KSÍ gaf út í sumar en Keflavík og Leiknir R. upp í Pepsi Max-deildina.

Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknismenn fóru upp á betri markatölu.

Fram kær­ir þá ákvörðun KSÍ að nota marka­tölu til að skera úr um sæt­aniðurröðun í deild­un­um en lög­menn fé­lags­ins telja að sam­band­inu hafi ekki verið heim­ilt að gera það. Ásgrím­ur seg­ir við mbl.is að Fram­arar séu bjart­sýnir á að vinna málið en ætl­ar þó ekki að tjá sig frek­ar um það, á meðan málið er í meðför­um KSÍ.

KR kærði fyrr í vikunni úrskurð KSÍ til aga-og úrskurðarnefndar en Vesturbæingar misstu af Evrópusæti eftir að mótinu var hætt.
Athugasemdir
banner
banner
banner