Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. nóvember 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Ísland spilar upp á að komast í annan styrkleikaflokk
Icelandair
Stórir leikir framundan í nóvember.
Stórir leikir framundan í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið þarf hagstæð úrslit í komandi leikjum gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi til að fara upp um styrkleikaflokk í drættinum fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Dregið verður í undankeppni HM þann 7. desember eins og staðan er í dag er Ísland í þriðja styrkleikaflokki.

Farið er eftir heimslista FIFA og Ísland þarf að fara upp fyrir Írland og Slóvakíu á listanum í lok mánaðarins til að ná sæti í öðrum styrkleikaflokki.

Eins og staðan er á heimslistanum í dag er Ísland í 39. sæti en Írland er í 36. sæti og Slóvakía í 37. sæti.

„Það er mjög stutt á milli þess að vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki og við erum örfáum stigum og sætum frá því að komast í annan styrkleikaflokk," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Góð úrslit í þessum þremur leikjum geta hjálpað okkur að komast í annan styrkleikaflokk en það er líka háð úrslitum hjá Írlandi og Slóvakíu. Allir þessir leikir skipta Ísland máli."

Leikir Íslands í nóvember
12. nóvember - Ungverjaland
15. nóvember - Danmörk
18. nóvember - England
Athugasemdir
banner
banner
banner