Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. nóvember 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Íslands þurfa að mæta með neikvætt próf til Þýskalands
Icelandair
Ísland mætir Ungverjalandi á fimmtudaginn.
Ísland mætir Ungverjalandi á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið kemur saman í Þýskalandi og æfir á æfingasvæði Augsburg fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM næstkomandi fimmtudag.

Íslenski hópurinn verður allur kominn saman á mánudag en á miðvikudag verður síðan flogið yfir til Búdapest í Ungverjalandi.

Allir leikmenn liðsins þurfa að fara í kórónuveirupróf áður en þeir fljúga til Þýskalands. Ef þeir eru með neikvætt próf, sem er innan við tveggja sólarhringa gamalt, geta þeir hafið strax æfingar með liðsfélögum sínum í Þýskalandi.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, segist auðvitað hugsa út í þann möguleika að einhverjir leikmaður liðsins gæti reynst smitaður.

„Það er slæm staða í heiminum og mörg lönd eru í vandræðum. Það sést í félagsliðunum, menn hafa lent í vandræðum þar. Þetta er eitthvað sem þú hugsar út í sem þjálfari. Hvaða leikmenn verða klárir á fimmtudaginn?" sagði Erik á fréttamannafundi í dag.

„Við getum ekki gert neitt í þessu. Við leggjum hart að okkur og gerum hlutina sem við þurfum að gera þegar við erum saman en við getum ekki haft áhrif á það hvað gerist hjá félagsliðum eða á ferðalögum. Þetta er eins hjá öllum liðum og þetta er óvanaleg staða, það er ljóst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner