Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Özil tekinn fyrir hraðakstur - Ruglaðist á kílómetrum og mílum
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, mætti fyrir rétt í vikunni eftir að hann var stöðvaður fyrir hraðakstur þann 2. júlí síðastliðinn. Hinn 32 ára gamli var stöðvaður á 97 mílna hraða eða 156 kílómetra hraða þegar hann var á leið heim af æfingu.

Özil sagðist fyrir rétti hafa ruglast á mílu og kílómetra hraða en baðst einnig afsökunar á að hafa ekið svona hratt.

„Út af reglum vegna Covid-19 var hraðbrautin nánast auð. Eina útskýring mín er sú að þar sem það voru ekki aðrar bifreiðir þarna þá hlýtur einbeiting mín að hafa klikkað," sagði Özil.

„Ég er Þjóðverji og auðvitað er ég vanur því að keyra bifreiðir sem sýna kílómetra hraða en ekki hraða í mílum. Það er samt ekki nein afsökun fyrir því hvernig ég keyrði þennan daginn - Ég veit að hraðinn sem ég ók bifreiðinni á er gjörsamlega óásættanlegur."

Özil óskaði eftir að fá sekt í stað þess að vera sviptur ökuréttindum þar sem hann segist þurfa að keyra á æfingar og geta keyrt með unga dóttur sína og eiginkonu en kona hans er ekki vön því að keyra bifreiðir. Özil mun fá að vita refsingu sína á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner