Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. nóvember 2020 20:57
Victor Pálsson
Potter: Gerðum nóg til að skora
Mynd: Getty Images
Graham Potter, þjálfari Brighton, var ansi súr í kvöld eftir markalaust jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Potter og félagar voru mun sterkari aðilinn á heimavelli en tókst ekki að skora í markalausu jafntefli.

Potter vildi fá þrjú stigin í kvöld en var annars ánægður með frammistöðu leikmannana.

„Þú verður að skora mörk. Það var það eina sem vantaði hjá okkur í kvöld. Við héldum Burnley alveg í skefjum og fengum færi," sagði Potter.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við reynum alltaf að bæta okkur en það er svekkjandi að fá aðeins eitt stig."

„Við gerðum okkar besta til að skora. Það að vera bara með boltann er ekki það mikilvægt heldur hvað þú gerir við hann."

„Liðið gaf allt í verkefnið gegn hættulegum andstæðingi. Við gerðum nóg til að skora."

Athugasemdir
banner
banner