Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 06. nóvember 2020 20:00
Victor Pálsson
Roberto Mancini með kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, er með kórónuveiruna en það staðfesti ítalska knattspyrnusambandið í kvöld.

Mancini er knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann var frábær leikmaður á sínum tíma og þjálfaði Manchester City frá 2009 til 2013.

Ítalía á þrjá leiki á dagskrá á næstunni en liðið hefur leik gegn Eistlandi á miðvikudag í vináttuleik.

Í kjölfarið fylgja tveir leikir í Þjóðadeildinni þar sem Ítalar spila við Pólland og Bosníu.

Mancini er nú í einangrun heima hjá sér í Róm en hvort fleiri starfsmenn landsliðsins hafi smitast er óljóst að svo stöddu.

Athugasemdir
banner
banner