Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. nóvember 2020 21:10
Victor Pálsson
Tjáir sig eftir myndbirtingu Zlatan: Það er búið að loka þessu máli
Mynd: Getty Images
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía, hefur útilokað það að Zlatan Ibrahimovic sé að snúa aftur í sænsku landsliðstreyjuna.

Það eru yfir fjögur ár síðan Zlatan lagði landsliðsskóna á hilluna en hann birti afar áhugaverða mynd á Twitter á dögunum.

Þar mátti sjá Zlatan í sænsku treyjunni en þessi 39 ára gamli leikmaður skoraði 62 mörk í 116 landsleikjum á ferlinum.

Í dag leikur framherjinn með AC Milan og hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel á Ítalíu.

„Það voru einhverjir sem sögðu mér meininguna á bakvið þessa mynd," sagði Andersson við Aftonbladet.

„Ég skil hins vegar ekki hvað þetta þýðir, ég næ þessu ekki. Ég mun ekki eyða of miklum tíma í þetta."

„Það eru fjögur og hálft ár síðan hann sagðist vera hættur með landsliðinu. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum eins og öðrum sem hafa tekið sömu ákvörðun."

„Ef þú ert hluti af landsliðinu þá þarftu að vera tilbúinn fyrir landið og að spila í hæsta gæðaflokki. Ég virði ákvörðun þeirra sem vilja það ekki. Það er búið að loka þessu máli."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner