Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. nóvember 2020 11:11
Magnús Már Einarsson
Valur mætir skosku meisturunum á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Vals mætir skosku meisturunum í Glasgow City í annarri umferðinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var nú rétt í þessu.

Valur fékk heimaleik en um er að ræða eina viðureign þar sem úrslitin ráðast.

Leikurinn fer fram á Origo-vellinum 18 eða 19. nóvember.

Valur sigraði finnsku meistarana í HJK Helsinki örugglega 3-0 í fyrstu umferðinni í fyrrakvöld.

Sigurliðið fer áfram í 32-liða úrslitin þar sem bestu lið Evrópu koma inn í keppnina. 32-liða úrslitin fara fram í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner