Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. nóvember 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Verður Solskjær rekinn um helgina?
Powerade
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Jota var ekki efstur á óskalista Liverpool.
Jota var ekki efstur á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta. Skoðum pakka dagsins. BBC tók saman.



Manchester United hefur rætt við Mauricio Pochettino um að taka við stjórastöðunni af Ole Gunnar Solskjær. (Manchester Evening News)

Solskjær gæti verið rekinn ef Manchester United tapar gegn Everton á morgun. (Star)

Aðrar sögur segja að Solskjær verði ekki rekinn, sama hvernig fer á morgun. (The Athletic)

Solskjær er ennþá með stuðning hjá stjórn Manchester United. (Sky Sports)

WBA gæti ráðið Lee Bowyer, stjóra Charlton, ef að Slaven Bilic verður rekinn. (Mirror)

Daniel Levy, formaður Tottenham, hefur boðið Son Heung-Min (28) sömu laun og Harry Kane í von um að halda leikmanninum hjá félaginu. (Express)

Manchester City, Barcelona og Juventus eru á meðal félaga sem vilja fá framherjana Marcus Thuram (23) og Alassane Plea (27) frá Gladbach. (Bild)

Real Madrid gæti fengið Paul Pogba (27) frá Manchester United á 54 milljónir punda næsta sumar. (AS)

Arsenal ætlar að framlengja samning sinn við miðjumanninn Mohamed Elneny (28) en hann hefur spilað vel á tímabilinu. (Mail)

Schalke gæti leyft Ozan Kabak (20) að fara á 18 milljónir punda í janúar. Liverpool hefur ekki áhuga á honum heldur finnskum liðfélaga hans Malick Thiaw (19) (Bild)

DIogo Jota (23) var ekki efstur á óskalista Liverpool í sóknarlínuna í sumar en hann var á eftir Ismaila Sarr (22) hjá Watford. (Mirror)

Barcelona hefur ákveðið að blanda sér ekki í baráttuna um David Alaba (28) sem er á förum frá Bayern Munchen næsta sumar. (Sport)

Neil Warnock, stjóri Middlesbrough, vill fá miðjumanninn Kamil Grosicki (32) frá WBA og kantmannin Yannick Bolasie (31) frá Everton í janúar. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner