Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. nóvember 2020 17:37
Victor Pálsson
Werner sáttur með nýja verkefnið
Mynd: Getty Images
Timo Werner, leikmaður Chelsea, er hæstánægður með að vera orðin vítaskytta númer eitt á Stamford Bridge.

Ítalinn Jorginho hefur séð um að taka vítin fyrir Chelsea en því var breytt eftir tvö klúður fyrr á leiktíðinni.

Werner hefur nú fengið það verkefni að taka spyrnurnar og skoraði tvö gegn Rennes í Meistaradeildinni á miðvikudag.

„Áður en leikurinn hófst þá sagði stjórinn mér að ég myndi taka vitaspyrnurnar. Ég fékk tvær sem er ansi klikkað en ég tek það," sagði Werner.

„Það er gott fyrir framherja að skora og ég vona að þetta haldi áfram. Ég held að þegar þú viljir skora 20 mörk eða fleiri þá eru vítaspyrnurnar mikilvægar."

„Ég er ánægður með að Jorginho taki þetta í sátt og það er annað sem segir til um okkar lið, við erum ekki með sjálfelska leikmenn og viljum fara í sömu átt."

Athugasemdir
banner
banner
banner