Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland búinn að jafna pabba sinn - „Kominn tími til"
Alf Inge og Erling Haaland
Alf Inge og Erling Haaland
Mynd: Getty Images

Erling Haaland skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester City gegn Fulham í gær úr vítaspyrnu í uppbótartíma.


Þetta var 18. mark hans fyrir City í 12 deildarleikjum. Þess má til gamans geta að Alf Inge Haaland, faðir Erling, lék í úrvalsdeildinni frá 1993-2003.

Hann gekk til liðs við Nottingham Forest frá Bryne, fór þaðan til Leeds og endaði ferilinn á Englandi einmitt hjá Manchester City. Hann lék aftar á vellinum en Erling, á miðju og í hægri bakverði.

Hann var því langt því frá jafn mikill markaskorari og sá yngri en þeir feðgar hafa nú skorað jafn mörg mörk í úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner