banner
   sun 06. nóvember 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Kristiansund í erfiðri stöðu - Rosenborg og Bodö/Glimt í Sambandsdeildina
Alfons Sampsted í baráttunni við Bukayo Saka í Evrópudeildinni
Alfons Sampsted í baráttunni við Bukayo Saka í Evrópudeildinni
Mynd: Getty Images

Kristall Máni Ingason kom inn á undir lok leiksins í 4-2 sigri Rosenborg á Jerv í norsku deildinni í kvöld. Með sigrinum gulltryggði liðið sér sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.


Ísak Snær Þorvaldsson spilar með Kristal hjá Rosenborg á næstu leiktíð og munu þeir því spila í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Bodö/Glimt vann ótrúlegan 5-4 sigur á Viking í Íslendingaslag en Alfons Sampsted lagði upp eitt mark í leiknum. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Viking í dag.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði Valerenga sem gerði jafntefli gegn Haugasund. Liðið er í 5. sæti fyrir lokaumferðina. Stromsgodset steinlá 5-1 gegn Odd en Ari Leifsson var ekki með Stromsgodset vegna meiðsla.

Brynjólfur Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sarpsborg. Það er ljóst fyrir lokaumferðina að Kristiansund þarf að ná í hagstæð úrslit gegn botnliði Jerv til að eiga möguleika á því að fara í umspil um að halda sér í deildinni, allt annað þýðir fall.


Athugasemdir
banner
banner
banner