Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. desember 2018 16:20
Elvar Geir Magnússon
Bentancur tæpur fyrir stórleikinn á morgun
Bentancur í baráttunni.
Bentancur í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Juventus gæti verið án úrúgvæska miðjumannsins Rodrigo Bentancur þegar liðið mætir Inter í stórleik á morgun.

Bentancur er að glíma við meiðsli í baki og er tæpur fyrir leikinn.

Þessi 21 árs leikmaður hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Juve undandanfarna mánuði og staðið sig fantavel.

Emre Can, sem hefur verið á meiðslalistanum, gæti snúið aftur í liðið á morgun en ef hann er ekki klár er líklegt að Juve spili 4-4-2.

Paulo Dybala eða Mario Mandzukic yrði þá á bekknum en hinn í framlínunni með Cristiano Ronaldo.

Juventus er með átta stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar en Inter situr í þriðja sætinu.

Juventus og Inter mætast 19:30 annað kvöld, í beinni á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner