Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. desember 2018 11:17
Fótbolti.net
Eru þetta þrjú bestu leikmannakaup síðasta sumars?
Alisson, markvörður Liverpool.
Alisson, markvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Í Evrópu-Innkastinu sem kom inn í gærkvöldi ræddu Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz um bestu kaup sumarsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þá voru leikmannakaup stærstu sex félaga enska boltans dæmd miðað við fyrstu fimmtán umferðir deildarinnar.

Daníel valdi þrjú bestu leikmannakaupin að sínu mati.

1. Lucas Torreira til Arsenal (26,5 milljónir punda)
2. Alisson til Liverpool (67 milljónir punda)
3. Richarlison til Everton (35 milljónir punda)


Hann valdi kaup Arsenal á úrúgvæska miðjumanninum Torreira frá Sampdoria þau bestu. Þrátt fyrir að Alisson hafi kostað sitt þegar Liverpool keypti hann þá eru þau kaup í öðru sæti í ljósi þess sem þau hafa skilað fyrir liðið. Kaup Everton á brasilíska sóknarleikmanninum Richarlison taka annað sætið.

Meðal annarra kaupa sem voru nefnd: Xherdan Shaqiri til Liverpool, Riyad Mahrez til City, Felipe Anderson til West Ham, Ben Foster til Watford, James Maddison til Leicester, Jorginho til Chelsea, Rui Patricio til Wolves.

Tveir leikmenn fengu „rauða ljósið" frá bæði Elvari og Daníel sem misheppnuð kaup: Fred sem Manchester United fékk og Fabinho sem fór til Liverpool. Þá setti Daníel einnig rautt ljós á kaup Liverpool á Naby Keita.

SMELLTU HÉR til að hlusta á Evrópu-Innkastið
Athugasemdir
banner
banner