fim 06. desember 2018 12:09
Magnús Már Einarsson
Fellaini ekki refsað fyrir að rífa í hárið
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, verður ekki dæmdur í leikbann fyrir að rífa í hárið á Matteo Guendouzi miðjumanni Arsenal í leik liðanna í gærkvöldi.

Fellaini togaði í hárið á Guendouzi en slapp við spjald.

Þar sem dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu getur enska knattspyrnusambandið ekki refsað Fellaini frekar. Hann sleppur því við bann.

Árið 2016 fékk Robert Huth, varnarmaður Leicester, þriggja leikja bann eftir að hann togaði í hárið á Fellaini.

Fellaini fór sjálfur í klippingu nýlega og losaði sig við sitt fræga hár.

Smelltu hér til að sjá atvikið í leiknum í gær

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner