Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. desember 2018 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Hrannar yfirgefur Leikni
Ólafur Hrannar Kristjánsson í leik með Leikni í sumar
Ólafur Hrannar Kristjánsson í leik með Leikni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn knái Ólafur Hrannar Kristjánsson er nú án félags eftir að samningur hans við Leikni R. rann út á dögunum.

Ólafur Hrannar er fæddur árið 1990 og uppalinn Leiknismaður en hann hóf meistaraflokksferilinn með KB árið 2007 þar sem hann vakti athygli er hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum í gömlu 3. deildinni.

Hann var lykilmaður í liði Leiknis áður en hann samdi við Þrótt á síðasta ári. Hann lék eitt og hálft tímabil með Þrótturum áður en hann ákvað að snúa aftur í Leikni.

Samningur hans var út tímabilið og er hann því án félags og getur rætt við önnur félög.

Hann spilaði 9 leiki með Leikni í sumar og skoraði 2 mörk en hann á samtals 48 mörk í deild- og bikar með félaginu.

Leiknir hafnaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar í ár með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner