Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 06. desember 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
„Ronaldo er besti leikmaður sögunnar"
Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo.
Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes var spurður út í valið í Ballon d'Or gullknettinum þetta árið en Króatinn Luka Modric hlaut verðlaunin. Mendes er umboðsmaður Cristiano Ronaldo, leikmanns Juventus.

„Cristiano er besti fótboltamaður sögunnar. Á Englandi, Spáni, Ítalíu... hvar sem er! Hann er sá besti í sögunni," sagði Mendes.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið gullknötinn en þurfti að sætta sig við annað sætið þetta árið.

Lionel Messi, sem einnig hefur unnið fimm sinnum, endaði í fimmta sæti í kjörinu.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007, þegar Kaka hampaði verðlaununum, sem Ronaldo eða Messi vinna þau ekki.

Sjá einnig:
Láttu vaða - Hvað veistu um Luka Modric?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner