banner
   fim 06. desember 2018 10:42
Magnús Már Einarsson
Sara Björk í 31. sæti yfir bestu fótboltakonur í heimi
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og leikmaður Wolfsburg, er í 31. sæti á lista The Guardian yfir bestu knattspyrnkonur í heimi árið 2018. Verið er að telja niður og búið er að birta lista yfir sæti 11-100.

Um er að ræða kosningu hjá sérfræðingum The Guardian en um er að ræða leikmenn, þjálfara og blaðamenn víðsvegar af úr heiminum. Ana Victoria Cate, leikmaður HK/Víkings, er meðal annars í dómnefndinni.

„Þetta hefur verið annað öflugt og stöðugt ár hjá klassa leikmanninum Gunnarsdóttur. Hún átti stóran þátt í tvennunni hjá Wolfsburg og leiðinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún lagði sérstaklega sitt af mörkum í síðarnefndu keppninni," segir í umsögn um Söru.

„Íslenska landsliðskonan skoraði mikilvægt útivallarmark í undanúrslitum gegn Chelsea en var svekkt í úrslitunum þegar hún meiddist og varð að fara af velli eftir klukkutíma."

„Hún var í lykilhlutverki þegar Ísland náði næstum að koma á óvart gegn Þýskalandi og komast á HM en hún varð fyrir áfalli þegar hún klikkaði á vítaspyrnu á síðustu mínútu gegn Tékkum sem varð til þess að liðið komst ekki í umspil."


Smelltu hér til að sjá lista The Guardian
Athugasemdir
banner
banner