Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 06. desember 2018 15:29
Magnús Már Einarsson
Spilar Björn Daníel í Pepsi-deildinni næsta sumar?
FH og Valur hafa áhuga á Birni.
FH og Valur hafa áhuga á Birni.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru miklar líkur á því að Björn Daníel Sverrisson leiki hér á landi á næsta tímabili.

Líklegt er að Björn Daníel klæðist FH búningnum að nýju en Íslandsmeistarar Vals hafa einnig sýnt honum áhuga.

Þessi 28 ára miðjumaður er uppalinn FH-ingur og varð þrívegis Íslandsmeistari í Kaplakrika áður en hann hélt í atvinnumennskuna

Hann spilaði fyrst um sinn með Viking í Noregi en fór 2016 til AGF í Danmörku þar sem spiltíminn hefur verið af skornum skammti.
Athugasemdir
banner
banner
banner