fim 06. desember 2018 09:46
Magnús Már Einarsson
Tómas Ingi um fjögurra ára baráttu: Tapa ekki þessum leik
Mynd: Raggi Óla
Á sunnudag verður haldinn styrktardagur fyrir Tómas Inga Tómasson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Fylki og aðstoðarþjálfara U21 árs landsliðsins.

Smelltu hér til að lesa meira um Tommadaginn

Tómas Ingi fór í liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir fjórum árum og hefur ekki náð sér síðan þá. Tómas Ingi fer yfir sjúkrasöguna í Morgunblaðinu í dag

Tómas fór í fyrstu aðgerðina í janúar 2015 og átti að jafna sig fljótlega. Svo fór þó ekki.

„Ég var með stöðuga verki en lækn­ir­inn trúði mér ekki og sagði bara áfram gakk. Ég hélt áfram upp­bygg­ingu en var jafnóðum sleg­inn niður aft­ur. Eft­ir um tveggja ára bar­áttu við kerfið fékk ég loks lækni til þess að kanna málið og fór í fjöl­marg­ar skoðanir og spraut­ur. Mik­il vökv­asöfn­un var við nár­ann og þurfti oft að tappa úr pok­an­um, mest um 360 milli­lítr­um í einu, rúm­lega kók­dós," segir Tómas í Morgunblaðinu í dag.

Tómas fór í aðra aðgerð í apríl í ár, aftur í ágúst og svo í september.

„Í síðustu aðgerðinni fékk ég sýkla­lyf sem ég var með bráðaof­næmi fyr­ir og datt út en ég var á rétt­um stað, á gjör­gæslu, og þeir náðu að kalla mig til baka.“

Tómas vonast nú til að komast í aðgerð í Þýskalandi til að ná sér.

„Ég vona að ég fái góða gjöf um jól eða áramót. Þetta hefur verið mjög erfitt og mig langar svakalega til þess að fara að gera eitthvað. Fyrsta innlögnin átti að taka þrjá til fjóra daga og þeir standa enn yfir, en ég ætla ekki að tapa þessum leik," sagði Tómas Ingi við Morgunblaðið.

Smelltu hér til að lesa meira um Tommadaginn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner