Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 06. desember 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Fróði spilaði í markalausu jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumaðurinn Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond Sport sem gerði markalaust jafntefli við Den Bosch í hollensku B-deildinni í kvöld.

Helgi Fróði hefur verið að fá dágóðan spiltíma miðað við að hafa misst af undirbúningstíkmabilinu hjá Helmond.

Hann hefur náð að aðlagast vel og orðinn fastamaður í sterku liði, sem hefur þó ekki verið að ná í nógu góð úrslit í síðustu leikjum.

Í kvöld spilaði Helgi rúman klukkutíma í markalausu jafntefli en Helmond hefur aðeins unnið einn af síðustu sex í deildinni og er nú fimm stigum frá toppnum.

Ekki er langt síðan liðið var í toppsætinu en það á möguleika á því að koma sér aftur á beinu brautina í síðustu tveimur leikjunum fyrir vetrarfrí.

Helmond mætir næst Telstar áður en það spilar við unglinga- og varalið Utrecht.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner