Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Manchester slagurinn er á Old Trafford
Rashford fagnar marki sínu í 1-2 sigri gegn Man City í desember.
Rashford fagnar marki sínu í 1-2 sigri gegn Man City í desember.
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í kvöld og er hann ekki af verri endanum.

Manchester United og Manchester City mætast þar í nágrannaslag í undanúrslitum deildabikarsins. Seinni leikurinn fer fram á Etihad leikvanginum eftir tvær vikur.

Man Utd vann síðustu innbyrðisviðureign liðanna á Etihad fyrir mánuði síðan, 7. desember.

Heimamenn eru án Paul Pogba, Scott McTominay og Eric Bailly meðal annarra og þá eru Harry Maguire, Anthony Martial, Jesse Lingard og Luke Shaw tæpir.

Man City er án Aymeric Laporte og Leroy Sane. Nicolas Otamendi og Ederson ættu að vera búnir að ná sér.

Leikur kvöldsins:
20:00 Man Utd - Man City (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner