Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 07. janúar 2020 12:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fjarðabyggðarhöllin ekki boðleg í 1. deild
Mynd: Jósep H Jósepsson
Gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni er fjórtán ára gamalt og stenst ekki kröfur fyrir 1. deild. KSÍ hefur tilkynnt Leikni Fáskrúðsfirði þetta en liðið vann 2. deildina síðasta sumar.

Brynjar Skúlason, þjálfari Fáskrúðsfirðinga, segir að bæjarfélagið ætli að bregðast við og vonast til að hægt verði að leika í höllinni í sumar.

„Grasið er orðið lélegt og ég held að það standi til að skipta um það. Vonandi verður það gert í vor. Þetta stendur allt til bóta held ég. Það er á stefnu bæjarfélagsins að skipta um gras og einangra þakið svo það verður hlýtt í höllinni. Þetta kostar mikla peninga og er dýrt fyrir lítið sveitarfélag," sagði Brynjar í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Leiknir Fáskrúðsfirði hefur spilað heimaleiki sína í höllinni undanfarin ár en völlurinn á Fáskrúðsfirði, Búðagrund, er ónýtur og ekki einu sinni æfingahæfur að mati Brynjars.

Ef Fjarðabyggðarhöllin verður ekki klár áður en 1. deildin fer af stað hefur verið rætt um að Leiknir gæti hugsanlega spilað á Eskjuvelli á Eskifirði.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Brynjar í spilaranum hér að neðan.
Íslenski boltinn - Fjör á Fásksrúðsfirði og leikmenn vilja lengja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner