Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kostar 5 milljónir að fá Lemar að láni út tímabilið
Mynd: Getty Images
Franski kantmaðurinn Thomas Lemar hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Atletico Madrid og gæti verið lánaður burt frá félaginu í janúar. Arsenal og Tottenham eru bæði áhugasöm.

Lemar skipti úr Mónakó yfir til Atletico Madrid sumarið 2018 fyrir um 70 milljónir evra en hefur engan veginn fundið taktinn á Spáni. Hann er aðeins kominn með 3 mörk í 46 deildarleikjum en meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, útilokaði ekki að Lemar yrði lánaður út í janúarglugganum. Samningur hans við Atletico rennur ekki út fyrr en sumarið 2023.

„Staðreyndirnar tala sínu máli. Lemar hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til hans. Ég hef enn mikla trú á honum sem leikmanni en hann hefur verið að glíma við mikið af meiðslum og þau hafa sannarlega haft neikvæð áhrif," sagði Simeone.

„Vonandi mun hann sýna sitt rétta andlit þegar hann nær sér eftir nýjustu meiðsli. Ég get ekki sagt til um framtíð hans, það er stjórn félagsins sem ákveður hvað gerist."

Enskir og spænskir fjölmiðlar herma að Atletico sé reiðubúið að lána Lemar út fyrir 5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner