Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronny Deila er tekinn við New York City
Mynd: Getty Images
Norski knattspyrnustjórinn Ronny Deila er tekinn við New York City FC í bandarísku MLS deildinni.

Deila er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við New York sem vann austurhluta MLS deildarinnar í fyrra og endaði í öðru sæti í úrslitakeppninni undir stjórn Domenec Torrent. Torrent vildi ekki halda áfram með félagið og fékk að segja upp samningi sínum.

Deila gerði garðinn frægan með Stromsgodset í norska boltanum og var svo ráðinn til Celtic. Hann var rekinn frá Celtic þrátt fyrir að vinna skosku deildina tvö ár í röð en gengi liðsins í skoska bikarnum og Evrópukeppnum var til skammar.

Undanfarin ár hefur Deila verið við stjórnvölinn hjá Vålerenga en liðið fékk aðeins 34 stig úr 30 leikjum í fyrra.

„Ég stökk á tækifærið um leið og það bauðst, það er draumur fyrir mig að þjálfa í bandarísku deildinni. Ég er mjög sóknarþenkjandi þjálfari og leikstíll New York City hentar mér mjög vel," sagði Deila meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner