Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 07. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik krækir í efnilegan leikmann frá Fylki
Birkir Jakob Jónsson.
Birkir Jakob Jónsson.
Mynd: Aðsend
Breiðablik hefur krækt í Birkir Jakob Jónsson frá Fylki, en hann er efnilegur framherji.

Birkir er fæddur árið 2005 en hann spilaði með 2. flokki Fylkis í A-deild í fyrra þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3. flokk.

Birkir hefur nokkrum sinnum farið út á reynslu til Molde í Noregi og staðið sig vel þar.

„Birkir er áhugaverður leikmaður. Hann hefur vaxið mikið síðasta árið og hann er með spennandi líkamsbyggingu," sagði Thomas Mork yfirmaður akademíu Molde.

„Hann hefur staðið sig vel fyrir lið sitt á Íslandi þar sem hann skorar meira en eitt mark að meðaltali gegn leikmönnum sem eru þremur og fjórum árum eldri."

Birkir hefur spilað U15 landsliði Íslands og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner