banner
   fös 07. janúar 2022 18:00
Victor Pálsson
„Þessi ummæli munu fara í taugarnar á Ronaldo"
Mynd: EPA
Carlos Queiroz, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals og aðstoðarþjálfari Manchester United, segir Mohamed Salah, leikmann Liverpool, vera besta leikmann heims í dag.

Queiroz fær að vinna með Salah í dag en hann er landsliðsþjálfari Egyptalands sem spilar í Afríkukeppninni í janúar.

Queiroz þekkir einnig vel til Cristiano Ronaldo, leikmanns Manchester United, en þeir unnu saman hjá enska félaginu sem og portúgalska landsliðinu.

Portúgalinn viðurkennir að hann gæti verið að pirra landa sinn með þessum ummælum en Salah hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool á tímabilinu.

„Þið getið örugglega verið sammála mér um að við séum með besta leikmann heims í okkar röðum þessa stundina!" sagði Queiroz á blaðamannafundi.

„Ef góður vinur minn Cristiano Ronaldo er að hlusta þá munu þessi ummæli fara í taugarnar á honum!"
Athugasemdir
banner
banner