Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„De Gea er stórkostlegur og enn ungur"
Mynd: EPA

David de Gea markvörður Manchester United gerði skelfileg mistök í leik liðsins gegn Everton í gær þegar hann missti boltann í gegnum klofið á sér sem varð til þess að Everton jafnaði metin.


De Gea hefur oft í gegnum tíðina fengið mikla gagnrýni en Raimond van der Gouw, fyrrum markvörður liðsins, ræddi við heimasíðu félagsins og hrósaði De Gea í hástert.

„Það er mjög erfitt að spila mjög vel í hverjum leik. Hann er stórkostlegur markmaður og enn ungur. Hann getur enn spilað í nokkur ár ef hann hugsar vel um sig, þá sé ég fyrir mér að hann geti afrekað mikið," sagði van der Gouw.

Það er bónus að hann sé enn í aðallliðinu því það þýðir að hann sé góður því það er ekki auðvelt að spila fyrir Man Utd."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner