Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 16:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Jóhann Berg lagði upp í sigri Burnley - Forest úr leik
Heimsmeistarinn er mættur
Heimsmeistarinn er mættur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

EItthvað var um óvænt úrslit í Enska bikarnum í dag en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley lögðu Bournemouth.


Bournemouth leikur í úrvalsdeildinni en Burnley er á toppnum í Championship deildinni.

Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark leiksins á 6. mínútu en Bournemouth jafnaði metin stuttu síðar.

Marokkóinn Anass Zaroury kom Burnley aftur yfir og bætti þriðja marki liðsins við áður en flautað var til hálfleiks.

Dominic Solanke minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks en Manuel Benson gulltryggði sigurinn en hann skoraði einnig markið sem Jóhann Berg lagði upp.

Nottingham Forest steinlá gegn Blackpool. Staðan var 1-0 Blackpool í vil í hálfleik en liðið bætti þremur mörkum við í þeim síðari, Nottingham náði að klóra í bakkann í uppbótartíma og 4-1 sigur Blackpool staðreynd.

Fulham lagði Hull 2-0 og Brighton valtaði yfir Middlesborugh 5-1 þar sem Alexis Mac Allister skoraði tvö mörk, fyrstu mörkin hans eftir HM.

West Brom var 3-2 undir gegn Cheltenham allt fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar þeim tókst að jafna metin og knýja fram auka leik. 

Blackpool 4 - 1 Nott. Forest

Boreham 1 - 1 Accrington Stanley

Bournemouth 2 - 4 Burnley

Chesterfield 3 - 3 West Brom

Fleetwood Town 2 - 1 QPR

Hull City 0 - 2 Fulham

Ipswich Town 4 - 1 Rotherham

Middlesbrough 1 - 5 Brighton

Millwall 0 - 2 Sheffield Utd

Shrewsbury 1 - 1 Sunderland


Athugasemdir
banner
banner
banner