Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. janúar 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp vill aðra lausn fyrir minni lið - Burt með auka leiki
Ekki hrifinn
Ekki hrifinn
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er ekki hrifinn af því að spila annan leik ef jafnt verður í leikjum í FA bikarnum.


FA bikarinn er kominn aftur í sama farið eftir Covid en tímabilið 2020/2021 var aðeins einn leikur spilaður til að búa ekki til vesen ef fresta þurfti leikjum vegna smita.

Þá var það kerfi einnig notað í 3. og 4. umferð á síðustu leiktíð. Klopp vill að enska sambandið hætti með auka leik í FA bikarnum.

„Líflína fyrir lítil félög geta ekki verið rosa vesen fyrir félög sem spila á þriggja daga fresti. Við leysum ekki öll vandamál með því að spila fleiri leiki."

Honum var bent á mikilvægi seinni leiksins fyrir minni liðin.

„Hversu oft hefur minna liðið unnið seinni leikinn? Ég veit að það er peningur í þessu og þannig er það bara en þú verður að finna lausn. Enginn vill drepa minni liðin, þau hafa sama rétt á að vera til eins og við hin," sagði Klopp.

Liverpool heimsækir Wovles í FA bikarnum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner