Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. janúar 2023 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Tíundi taplausi leikurinn í röð: Mikil vinna framundan
Moore er að nálgast tvö ár í starfi við stjórnvölinn hjá Sheffield Wednesday.
Moore er að nálgast tvö ár í starfi við stjórnvölinn hjá Sheffield Wednesday.
Mynd: Getty Images

Darren Moore knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday var augljóslega stoltur af lærisveinum sínum eftir 2-1 sigur gegn Newcastle í 64-liða úrslitum FA bikarsins.


Liðin mættust fyrr í kvöld og komust heimamenn í Sheffield í tveggja marka forystu áður en Bruno Guimaraes minnkaði muninn, en nær komust gestirnir frá Newcastle ekki.

Frábær sigur fyrir Sheffield sem er í toppbaráttu ensku C-deildarinnar sem stendur og er núna ósigrað í tíu leikjum í röð í öllum keppnum.

„Strákarnir spiluðu ótrúlega vel í dag. Þeir gáfu allt í þetta og núna verðum við að halda svona áfram. Þetta kvöld gefur okkur von og trú fyrir framhaldinu, við þurfum að leggja mikið á okkur - það er mikil vinna framundan," sagði Moore að leikslokum.

Afar óvænt úrslit en Newcastle, sem er í Meistaradeildarbaráttu í úrvalsdeildinni, mætti til leiks með nokkuð sterkt lið.


Athugasemdir
banner
banner
banner