Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. febrúar 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Alba: Ummæli Abidal höfðu neikvæð áhrif í klefanum
Jordi Alba.
Jordi Alba.
Mynd: Getty Images
Jordi Alba, leikmaður Barcelona, hefur blandað sér í deilur Lionel Messi og Eric Abidal, yfirmanns knattspyrnumála.

Abidal sakaði leikmenn Barcelona um að leggja sig ekki alla fram undir stjórn Erneste Valverde. Messi var ósáttur við þessa gagnrýni og vildi að Abidal myndi nefna nöfn.

Abidal var kallaður á fund í kjölfarið en niðurstaðan er sú að hann heldur starfinu.

Alba segir að ummæli Abidal hafi haft neikvæð áhrif á andann í búningsklefanum. Leikmenn hafi þegar fengið nóg af utanaðkomandi gagnrýni svo hún fari ekki að koma innanhúss líka.

„Þetta félag fær hatur að utan svo við eigum ekki að búa til svona innan frá," segir Alba.

„Abidal var leikmaður hérna, hann er elskaður af stuðningsmönnum og ætti að vita hvernig andrúmsloftið í klefanum er og hvernig leikmönnum líður."

Abidal hefur starfað bak við tjöldin hjá Barcelona síðan 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner