Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Bjartsýni með ástand Laugardalsvallar - Skoðað að leggja dúk um helgina
Icelandair
Það verður mikið undir á Laugardalsvelli í mars.
Það verður mikið undir á Laugardalsvelli í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir frostlausa daga undanfarið ríkir bjartsýni hjá forráðamönnum KSÍ að hægt verði að hafa Laugardalsvöll í góðu ásigkomulagi þegar Rúmenar koma í heimsókn í umspili fyrir EM þann 26. mars næstkomandi.

„Auðvitað getur eitthvað komið upp á. Ef það kemur hálfs mánaðar frostkafli með miklu frosti þá erum við í vondum málum en eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við fáum sérstakar veðurspár og erum að bíða eftir næstu langtímaspá. Eins og staðan er núna þá erum við hæfilega bjartsýn," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Búið er að panta sérstaka hitapylsu sem verður yfir vellinum í mars og mun vernda hann þar. Fram að því er reynt að halda grasinu sem allra bestu og mögulega verður dúkur lagður yfir grasið um helgina.

„Það fer að styttast í að pylsan komi. Það er einnig jafnvel gert ráð fyrir því að setja dúk yfir völlinn um helgina. Það er verið að skoða hvort það verði ráðlegt af því að það er spáð frosti í næstu viku," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner