Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. febrúar 2020 13:28
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Raggi geti spilað fyrsta deildarleik FCK
Ragnar á landsliðsæfingu.
Ragnar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson er ekki leikmannahópi í FC Kaupmannahafnar sem leikur æfingaleik gegn AGF í Portúgal í dag.

Það er síðasti æfingaleikur FCK áður en danska deildin fer aftur af stað eftir vetrarfrí eftir viku.

Á heimasíðu FCK segir að Ragnar sé ásamt Jens Stage og Viktor Fischer í kapphlaupi við tímann til að verða klárir í leikinn gegn Esbjerg eftir viku. Staðan á þeim sé tekin frá degi til dags.

FCK er í öðru sæti dönsku deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Midtjylland.

Ragnar samdi við FCK út tímabilið en hann verður 34 ára í sumar.

Sjá einnig:
Raggi Sig: Samningslengdin skiptir ekki miklu máli
Athugasemdir
banner
banner
banner