Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Owen velur Gerrard fram yfir Lampard og Scholes
Gerrard starfar í dag sem stjóri Rangers í Skotlandi.
Gerrard starfar í dag sem stjóri Rangers í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Að velja á milli Frank Lampard, Paul Scholes og Steven Gerrard er erfitt verk. Rifrildin hafa líklega verið nokkur í vinahópum þegar kemur að því að velja þann besta af þessum þremur.

Þegar þeir voru upp á sitt besta voru þeir allir stórkostlegir fótboltamenn; Gerrard hjá Liverpool, Lampard hjá Chelsea og Scholes hjá Manchester United.

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United, spilaði með þeim öllum, en tekur Gerrard fram yfir hina tvo. Gerrard og Owen komu saman upp úr akademíu Liverpool.

„Ef þú horfðir á Scholes á æfingum, þá rakstu tunguna út úr munninum á þér. Hann er algjör snillingur," sagði Owen í hlaðvarpi Jamie Carragher.

„En svo er það að spila á stórum velli, þá þarftu hæð, styrk, hlaupagetu, alla þessa hluti. Einn á einn, Stevie á móti öllum þeim sem ég hef spilað með, han myndi borða hvern og einn í kvöldmat."

„Stevie var á öðru gæðastigi en allir sem ég hef séð eða spilað með," sagði Owen sem spilaði með mörgum frábærum leikmönnum.

„Segjum sem svo. Förum aftur í tímann, þú ert að fara í bardaga, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, hvern myndirðu velja fyrst í þitt lið? Ég myndi velja Steven Gerrard."
Athugasemdir
banner
banner