Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. febrúar 2020 12:51
Elvar Geir Magnússon
Simeone launahæsti þjálfari heims - Guardiola númer tvö
Diego Simeone.
Diego Simeone.
Mynd: Getty Images
Franska blaðið L’Equipe segir að Diego Simeone hjá Atletico Madrid sé launabæsti þjálfari heims.

Sagt er að hann fái 43,6 milljónir evra á ári sem er mun meira en næstu menn á listanum.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kemur í öðru sæti með 23,28 milljónir evra.

Í næstu sætum eru svo Jose Mourinho (Tottenham) og Jurgen Klopp (Liverpool) með 17,52 milljónir evra.

Í fimmta sæti er Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.

Atletico Madrid vann spænsku deildina undir stjórn Simeone 2014 og þá hefur hann tvívegis stýrt liðinu til sigurs í Evrópudeildinni. Liðið tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar 2014 og 2016.

Yfirstandandi tímabil hefur verið liðinu erfitt. Það er fallið úr leik í bikarkeppninni og er í sjötta sæti í La Liga. Möguleiki er á að liðið missi af Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner