sun 07. febrúar 2021 05:55 |
|
Ítalía í dag - AC Milan getur endurheimt toppsætið
Það eru fimm leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og þar af eru þrír í beinni útsendingu hjá Síminn Sport.
Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:30 þegar Benevento mætir Sampdoria í leik sem er sýndur í beinni. Þessi lið eru bæði um miðja deild.
AC Milan getur endurheimt toppsætið í deildinni með sigri á Crotone á heimavelli í leik sem verður flautaður á klukkan 14:00. Inter, nágrannar AC Milan, eru þessa stundina á toppnum með eins stigs forystu. Leikur Milan og Crotone er einnig sýndur í beinni en á sama tíma mætast Udinese og Hellas Verona.
Parma og Íslendingalið Bologna mætast klukkan 17:00. Parma er í fallsæti en Bologna er fimm stigum frá fallsvæðinu. Andri Fannar Baldursson er á mála hjá Bologna en hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.
Klukkan 19:45 er síðasti leikur dagsins þegar Lazio og Cagliari eigast við. Cagliari er í fallsæti á meðan Lazio er að berjast í efri hluta deildarinnar.
sunnudagur 7. febrúar
11:30 Benevento - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Milan - Crotone (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Udinese - Verona
17:00 Parma - Bologna (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Lazio - Cagliari
Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 11:30 þegar Benevento mætir Sampdoria í leik sem er sýndur í beinni. Þessi lið eru bæði um miðja deild.
AC Milan getur endurheimt toppsætið í deildinni með sigri á Crotone á heimavelli í leik sem verður flautaður á klukkan 14:00. Inter, nágrannar AC Milan, eru þessa stundina á toppnum með eins stigs forystu. Leikur Milan og Crotone er einnig sýndur í beinni en á sama tíma mætast Udinese og Hellas Verona.
Parma og Íslendingalið Bologna mætast klukkan 17:00. Parma er í fallsæti en Bologna er fimm stigum frá fallsvæðinu. Andri Fannar Baldursson er á mála hjá Bologna en hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.
Klukkan 19:45 er síðasti leikur dagsins þegar Lazio og Cagliari eigast við. Cagliari er í fallsæti á meðan Lazio er að berjast í efri hluta deildarinnar.
sunnudagur 7. febrúar
11:30 Benevento - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Milan - Crotone (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Udinese - Verona
17:00 Parma - Bologna (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Lazio - Cagliari
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Inter | 30 | 23 | 5 | 2 | 69 | 27 | +42 | 74 |
2 | Milan | 30 | 19 | 6 | 5 | 57 | 35 | +22 | 63 |
3 | Juventus | 30 | 18 | 8 | 4 | 61 | 27 | +34 | 62 |
4 | Atalanta | 30 | 18 | 7 | 5 | 71 | 38 | +33 | 61 |
5 | Napoli | 30 | 19 | 2 | 9 | 65 | 34 | +31 | 59 |
6 | Lazio | 29 | 17 | 4 | 8 | 46 | 38 | +8 | 55 |
7 | Roma | 30 | 16 | 6 | 8 | 54 | 44 | +10 | 54 |
8 | Sassuolo | 30 | 11 | 10 | 9 | 49 | 48 | +1 | 43 |
9 | Verona | 30 | 11 | 8 | 11 | 38 | 35 | +3 | 41 |
10 | Sampdoria | 30 | 10 | 6 | 14 | 39 | 45 | -6 | 36 |
11 | Bologna | 30 | 9 | 7 | 14 | 39 | 46 | -7 | 34 |
12 | Udinese | 30 | 8 | 9 | 13 | 32 | 40 | -8 | 33 |
13 | Genoa | 30 | 7 | 11 | 12 | 32 | 44 | -12 | 32 |
14 | Spezia | 30 | 8 | 8 | 14 | 40 | 55 | -15 | 32 |
15 | Fiorentina | 30 | 7 | 9 | 14 | 38 | 49 | -11 | 30 |
16 | Benevento | 30 | 7 | 9 | 14 | 30 | 55 | -25 | 30 |
17 | Torino | 29 | 5 | 12 | 12 | 42 | 52 | -10 | 27 |
18 | Cagliari | 30 | 5 | 7 | 18 | 31 | 51 | -20 | 22 |
19 | Parma | 30 | 3 | 11 | 16 | 29 | 59 | -30 | 20 |
20 | Crotone | 30 | 4 | 3 | 23 | 37 | 77 | -40 | 15 |
Athugasemdir