Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. mars 2018 14:04
Elvar Geir Magnússon
Bellerín missir af leiknum gegn AC Milan
Meiddur á hné.
Meiddur á hné.
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín mun missa af Evrópudeildarleik Arsenal gegn AC Milan annað kvöld vegna meiðsla. Hann ferðaðist ekki með til Ítalíu þar sem hann er meiddur á hné og gæti misst af næstu leikjum, þar á meðal viðureign gegn Watford næsta sunnudag.

Bellerín var geymdur á bekknum gegn Brighton um síðustu helgi og kjaftasögur voru í gangi um að hann hafi verið ósáttur. Þær sögur eru úr lausu lofti gripnar því Bellerín var lítillega meiddur aftan í læri og var hvíldur til að hann yrði sem ferskastur gegn AC Milan.

Bellerín var ákveðinn í að ná leiknum gegn Milan en verður eftir á Englandi í meðhöndlun.

Leikur AC Milan og Arsenal á morgun verður klukkan 18 en um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Eina raunhæfa von Arsenal um að ná Meistaradeildarsæti næsta tímabil er að vinna Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner