Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. mars 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blaðamaður náinn Mourinho skrifar um Umtiti til Man Utd
Samuel Umtiti hefur verið sterkur í vörn Barcelona.
Samuel Umtiti hefur verið sterkur í vörn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Mourinho gæti reynt að fá varnarmann í sumar.
Mourinho gæti reynt að fá varnarmann í sumar.
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn Duncan Castles er þekktur fyrir það að vera mjög náinn Jose Mourinho, stjóra Manchester United. Hann birtir í gær athyglisverða frétt hjá Daily Record þar sem hann segir að Manchester United hafi rætt við Samuel Umtiti, varnarmann Barcelona, og hans teymi um möguleg félagaskipti.

Umtiti hefur fest sæti sitt í vörn Barcelona og er í dag einn af sterkustu varnarmönnum spænsku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur verið sterkur í vörn Barcelona á þessari leiktíð, við hlið Gerard Pique. Börsungar hafa fengið 13 mörk á sig í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, í 27 leikjum.

Hinn 24 ára gamli Umtiti er samningsbundinn Barcelona til 2021 en hann vill fá hærri laun ef hann á að skrifa undir nýjan samning, sem myndi þá hafa hærra riftunarákvæði. Núgildandi samningur hans er með 60 milljón evra riftunarákvæði.

Castles segir að forráðamenn Umtiti hafi sóst eftir því að hann fari úr því að fá 4 milljónir evra í árslaun, í 9 milljónir evra.

Castles bendir jafnframt á það að Manchester United geti borgað honum þessi laun, Barcelona sé ekki tilbúið að gera það strax, eftir viðskipti spænska félagsins að undanförnu. Barcelona hefur borgað himinháar fjárhæðir fyrir Ousmane Dembele og Philippe Coutinho, auk þess sem félagið þurfti að gefa Lionel Messi launhækkun þegar hann skrifaði undir nýjan samning undir lok síðasta árs.

Umtiti er eins og fyrr segir með riftunarverð í núgildandi samningi sínum upp á 60 milljónir evra, en það er upphæð sem er ekkert að fælast í vegi fyrir Manchester United.

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, stefnir að því að styrkja vörnina og miðjuna hjá sér í sumar.

Toby Alderweireld hefur verið orðaður við United en Samuel Umtiti er einnig mjög öflugur kostur.

Ef Barcelona ætlar sér að halda honum þarf félagið að drífa sig í að endursemja við hann.





Athugasemdir
banner
banner