Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. mars 2018 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Dybala kemur inn
Guardiola hvílir nokkra lykilmenn
Dybala kemur inn í byrjunarlið Juventus.
Dybala kemur inn í byrjunarlið Juventus.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Foden fær tækifæri.
Hinn 17 ára gamli Foden fær tækifæri.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Real Madrid komust áfram í Meistaradeildinni í gær. Hvaða lið komast áfram í kvöld?

Það er athyglisverður leikur á Wembley í Lundúnum þar sem Tottenham fær Juventus í heimsókn. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því er allt opið þar. Allir spámennirnir hér á Fótbolta.net spá Tottenham áfram.

Tottenham er án miðvarðarins Toby Alderweireld í kvöld. Alderweireld hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á þessu tímabili og treystir sér ekki í leikinn í kvöld.

Paulo Dybala missti af fyrri leiknum vegna meiðsla en kemur inn í kvöld. Hann byrjar með Gonzalo Higuain sem skoraði bæði mörk Juventus í fyrri leiknum á Ítalíu.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Dele, Son, Kane.
(Varamenn: Vorm, Rose, Wanyama, Sissoko, Lamela, Lucas Moura, Llorente)

Byrjunarlið Juventus: Buffon, Alex Sandro, Barzagli, Chiellini, Benatia, Matuidi, Khedira, Pjanic, Costa, Dybala, Higuain.
(Varamenn: Szczesny, Asamoah, Rugani, Sturaro, Bentancur, Marchisio, Lichsteiner)



Það þarf ekki að spyrja hvort liðið sé að fara áfram í einvígi Manchester City og Basel eftir öruggan 4-0 sigur City í fyrri leiknum út í Sviss og eftirleikurinn ætti að vera auðveldur.

Pep Guardiola hvílir nokkra lykilmenn. Yaya Toure byrjar og er með fyrirliðabandið. Phil Foden, 17 ára gamall piltur, byrjar einnig inn á miðjunni hjá City en hann þykir gífurlega efnilegur.

Byrjunarlið Man City: Bravo, Danilo, Stones, Laporte, Zinchenko, Yaya, Gundogan, Sane, Jesus, Foden, B. Silva.
(Varamenn: Ederson, Otamendi, Aguero, De Bruyne, Diaz, Walker, Adarabioyo)

Byrjunarlið Basel: Vaclik, Suchy, Frei, Lacroix, Lang, Riveros, Serey Die, Zuffi, Bua, Elyounoussi, Oberlin.
(Varamenn: Salvi, Van Wolfswinkel, Stocker, Ajeti, Manzambi, Petretta, Kaiser)

Leikir kvöldsins:
19:45 Tottenham - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Man City - Basel (Stöð 2 Sport)



Athugasemdir
banner
banner
banner