mið 07. mars 2018 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal.com 
Can ekki búinn að semja við annað félag - Bíður með viðræður
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emre Can segist ætla að bíða með allar samningaviðræður þangað til eftir tímabilið.

Samningur Can við Liverpool rennur út eftir tímabilið og hefur hann verið sterklega orðaður við Ítalíumeistara Juventus. Liverpool vill líka halda þessum þýska landsliðsmanni.

En í staðinn fyrir að flækjast í samningaviðræður núna, þá ætlar Can að fara í það eftir tímabilið.

„Auðvitað verð ég að hugsa um framtíð mína í fótboltanum," sagði Can sem segist ekki vera búinn að semja við annað félag en Liverpool. „Ég er bara að einbeita mér að þessu tímabili."

„Við viljum enda í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, við erum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og viljum komast lengra. Ég er að einbeita mér að því núna og engu öðru."

„Ég hef sagt umboðsmanni mínum að bíða með allar viðræður, ég er að einbeita mér að fótboltanum."

Því má væntanlega ekki búast af fréttum af Can fyrr en í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner