Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. mars 2018 21:55
Hrafnkell Már Gunnarsson
Championship: Wolves rúllaði yfir Leeds á útivelli
Leikmenn Wolves glaðir.
Leikmenn Wolves glaðir.
Mynd: Getty Images
Leeds tók á móti toppliði Wolves í Championship deildinni í kvöld. Leeds situr í 13. sæti í deildinni meðan Wolves hefur verið á toppnum í Championship deildinni í nokkurn tíma.

Gestirnir byrjuðu betur og það tók þá 28 mínútur að koma boltanum í netið þegar miðjumaðurinn Romain Saiss skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Barry Douglas.

Wolves tvöfaldaði forystuna þegar franski varnarmaðurinn Willy Boly kom boltanum í netið rétt fyrir fyrri hálfleik. Heimamenn voru undir í allri baráttu á vellinum þegar flautað var til fyrri hálfleiks.

Það batnaði ekki í seinni hálfleik þegar Benik Afobe kom af bekknum og skoraði síðasta mark leiksins. Lokatölur voru 0-3 fyrir Wolves og allt lítur út fyrir að við sjáum þá appelsínugulu í ensku úrvaldsdeildinni á næsta tímabili.

Wolves er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Leeds 0 - 3 Wolves
0-1 Saiss ('28 )
0-2 Willy Boly ('45 )
0-3 Afobe ('74 )
Athugasemdir
banner