mið 07. mars 2018 10:52
Elvar Geir Magnússon
Ekki hægt að sanna að Brewster hafi orðið fyrir rasisma
Rhian Brewster, leikmaður Liverpool.
Rhian Brewster, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rannsókn UEFA á ásökunum Rhian Brewster, 17 ára leikmanns Liverpool, um að hafa orðið fyrir kynþáttaníð hefur verið hætt. Ekki fundust neinar sannanir til að bregðast við því sem Brewster heldur fram.

UEFA ræddi við leikmenn og dómara sem tóku þátt í viðureign Spartak Moskvu og Liverpool í Evrópukeppni unglingaliða. Brewster segir að fyrirliði Spartak, Leonid Mironov, hafi verið með kynþáttafordóma í sinn garð.

Mironov viðurkennir að hafa blótað Brewster í leiknum, sem Liverpool vann 2-0, en neitar því að hafa verið með rasísk ummæli.

Fimm leikmenn úr hvoru liði og dómarar leiksins voru yfirheyrðir af UEFA en enginn af þeim gat staðfest að hafa orðið vitni að kynþáttafordómum.

Sjá einnig:
Brewster hefur orðið fyrir kynþáttafordómum frá tólf ára aldri
Athugasemdir
banner
banner