Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 10:00
Elvar Geir Magnússon
Hakkarar birtu óvænt skilaboð í nafni Mahrez
Mahrez varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum.
Mahrez varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum.
Mynd: Getty Images
Mörgum stuðningsmönnum Leicester brá í brún í gærkvöldi þegar óvænt tilkynning birtist á opinberum Facebook vegg Riyad Mahrez.

Tilkynning reyndist vera fölsuð, tölvuhakkarar höfðu komist inn á aðganginn og skrifað í nafni Mahrez.

Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn hafi í samráði við lækna ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Færslan vakti mikil viðbrögð þó ýmsir hafi bent á að hún væri augljóslega frá einhverjum svikahröppum. Talsmaður Alsíringsins staðfesti það svo að aðgangurinn hafi verið hakkaður.

Mahrez hefur mikið verið í umræðunni en hann fór í verkfall eftir að hafa ekki verið seldur til Manchester City í janúar. Hann er nú kominn á fulla ferð með Leicester og skoraði um síðustu helgi og hefur sagst ætla að leggja sig allan fram fyrir liðið á meðan hann klæðist búningi þess.

Talið er líklegt að Mahrez muni svo færa sig um set næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner