Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Ísland mætir silfurliðinu aftur
Ásmundur stýrir Íslandi í dag.
Ásmundur stýrir Íslandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mun Ísland leika sinn síðasta leik á Algarve æfingamótinu þetta árið, leikið verður gegn Danmörku um níunda sætið á mótinu.

Riðlakeppninni lauk á sunnudag þegar stelpurnar okkar gerðu markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands.

Ísland og Danmörk voru saman í riðli, Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins og Danir í því fjórða. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik, en sú úrslit vöktu athygli þar sem Danir eru silfurliðið frá Evrópumótinu. Ísland hefði hæglega getað unnið leikinn.

Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari stýrir leiknum í kvöld en Freyr Alexandersson þarf að yfirgefa Algarve vegna mikilvægs þjálfaranámskeiðs á vegum UEFA.

Leikurinn hefst á slaginu 18:30.

Þess má geta að úrslitaleikur mótsins er einnig í dag, þar mætast Evrópumeistarar Hollands og Svíþjóð.

Einn leikur er hér heima þar sem KF og Einherji eigast við í B-deild Lengjubikarsins. Leikurinn er í Boganum.

miðvikudagur 7. mars

Algarve-mótið, 9. sæti
18:30 Ísland - Danmörk

Lengjubikar karla - B deild - Riðill 4
20:00 KF-Einherji (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner