mið 07. mars 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Jose Gimenez orðaður við Arsenal
Jose Gimenez.
Jose Gimenez.
Mynd: Getty Images
Slúðursögurnar varðandi Arsenal hafa verið flæðandi í þessari viku og sér ekki fyrir endan á því.

Talað hefur verið um að félagið ætli að bæta við þremur leikmönnum að minnsta kosti næsta sumar; markverði, miðverði og varnarmiðjumanni.

Jose Gimenez, varnarmaður Atletico Madrid, er meðal þeirra sem orðaðir eru við Arsenal.

Spænski fjölmiðillinn Gol Digital segir að Diego Simeone sé ekki tilbúinn að selja Gimenez nema leikmaður finnist til að fylla hans skarð.

Þar kemur Lauren Koscielny, miðvörður Arsenal, inn í fréttina en Simeone ku vera aðdáandi franska varnarmannsins þó hann hafi verið í basli að undanförnu og ekki staðið undir væntingum. Talið er að Arsenal gæti fengið Gimenez ef félagið býður Koscielny á móti.

Arsenal er einnig líklegt til að horfa til Jonny Evans og Stefan de Vrij sem möguleika til að bæta varnarleikinn. De Vrij verður fáanlegur á frjálsri sölu frá Lazio en ítalska félagið hefur staðfest að slitnað hafi upp úr viðræðum um nýjan samning.

Sjá einnig:
Koscielny: Versta vikan á ferlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner