Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 07. mars 2018 23:25
Magnús Már Einarsson
Etihad leikvanginum
Markaskorari gegn Man City í kvöld fylgdist með Eurovision á Íslandi
Icelandair
Elyounoussi skoraði fyrra markið fyrir Basel í kvöld.
Elyounoussi skoraði fyrra markið fyrir Basel í kvöld.
Mynd: Getty Images
Elyounoussi í baráttunni í kvöld.
Elyounoussi í baráttunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mohamed Elyounoussi skoraði fyrra mark Basel þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester City 2-1 á Etihad leikvanginum í kvöld. Þetta var fyrsta tap City á heimavelli í 36 leikjum en það dugði þó ekki fyrir Basel því liðið tapaði samanlagt 5-2 í þessari viðureign í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Elyounoussi ræddi við Fótbolta.net eftir leik og í ljós kom að hann fylgdist spenntur með forkeppni Eurovision á Íslandi á dögunum.

Hvernig í ósköpunum stendur á því? Elyounoussi og Guðmundur Þórarinsson miðjumaður Norrköping eru góðir vinir síðan þeir voru samherjar hjá Sarpsborg. Guðmundur tók þátt í forkeppninni í fyrsta skipti með lagið Litir en það koms tekki áfarm í úrslitin um síðustu helgi.

„Við vorum góðir vinir þegar við spiluðum saman hjá Sarpsborg," sagði Elyounoussi við Fótbolta.net eftir leikinn á Etihad í kvöld.

„Ég horfði á keppnina. Ég vissi ekki af þessu fyrr en vinur minn sagði mér frá þessu. Þá varð ég að hringja í Gumma og spyrja hann út í þetta."

„Ég horfði á íslensku útgáfuna af laginu en síðan hlustaði ég á ensku útgáfuna líka til að skilja textann."

Elyounoussi er ekki í vafa um að Gummi geti náð langt í tónlistinni í framtíðinni.

„Ég vissi frá fyrri tíð að hann er mjög góður söngvari. Hann er með plan B ef að hann þarf að hætta fótboltaferlinum."

„Hann gæti orðið frægur tónlistarmaður. Ég veit að hann á bróður (Ingólf Þórarinsson) sem er frægur söngvari og Gummi getur bæði spilað með löppunum og sungið. Það er góð tvenna," sagði hinn geðþekki Elyounoussi að lokum.

Smelltu hér til að hlusta á lagið „Litir" með Gumma.

Hér má sjá gamla færslu af Instagram þar sem Guðmundur óskar Elyounoussi góðs gengis eftir að hann samdi við Molde.


Athugasemdir
banner
banner
banner