Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. mars 2018 14:20
Elvar Geir Magnússon
Mourinho og Sir Alex hvöttu McTominay til að velja Skotland
McTominay valdi Skotland.
McTominay valdi Skotland.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson hvöttu Scott McTominay, miðjumann Manchester United, til að velja Skotland frekar en England. McTominay gat valið milli þess að leika fyrir skoska eða enska landsliðið og tilkynnti á dögunum að Skotland hefði orðið fyrir valinu.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagðist vonast til þess að England yrði fyrir valinu hjá leikmanninum unga en sú varð ekki raunin.

Líklegt er að McTominay muni spila vináttulandsleiki gegn Kosta Ríka og Ungverjalandi síðar í þessum mánuði.

Afi McTominay, Frank, segir að Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skotlands, hafi höndlað málið vel.

„Fjölmiðlar hafa verið að fjalla um þetta í tvo eða þrjá mánuði en hann var ekki að öskra úti á torgi. Hann sagðist bara ætla að spjalla við Scott og hann gerði það," segir Frank.

„Sir Alex Ferguson vildi augljóslega að Scott myndi spila fyrir Skotland og leyndi því ekki. Hann og Jose Mourinho hafa báðir hvatt hann til að velja Skotland."

„Sir Alex hefur reynst Scott mjög vel í gegnum árin og hann gaf honum fyrsta atvinnumannasamninginn. Þeir virðast ná vel saman og ég hef séð þá spjalla."
Athugasemdir
banner
banner
banner